Dramatískur sigur Wolves í markaleik

Diogo Jota skoraði þrennu.
Diogo Jota skoraði þrennu. AFP

Wolves hafði betur gegn Leicester, 4:3, á heimavelli í mögnuðum fyrsta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Diogo Jota skoraði sigurmarkið á þriðju mínútu uppbótartímans. 

Wolves byrjaði með miklum látum og staðan var orðin 2:0 eftir aðeins tólf mínútna leik. Diogo Jota skoraði fyrra markið með skoti af stuttu færi og Ryan Bennett það síðara með skalla eftir hornspyrnu og staðan í hálfleik var 2:0. 

Það tók Leicester aðeins tvær mínútur að minnka muninn í síðari hálfleik með marki Demarai Gray og fjórum mínútum síðar var staðan jöfn. Havey Barnes átti þá skot í Conor Coady og í netið og var markið skráð sem sjálfsmark. 

Diogo Jota kom Wolves aftur yfir á 64. mínútu, en fyrirliði Leicester, Wes Morgan, jafnaði aftur fyrir Leicester á 87. mínútu og virtust liðin ætla að skipta með sér stigunum. Wolves fékk hins vegar sókn á síðustu mínútu uppbótartímans og Jota skoraði þriðja markið sitt og fjórða mark Wolves í blálokin. 

Með sigrinum fór Wolves í 32 stig og upp fyrir Leicester í áttunda sætið. Leicester er í níunda sæti með 31 stig. 

Uppfærist sjálfkrafa meðan leikur er í gangi

Allar lýsingar í beinni

Wolves 4:3 Leicester opna loka
90. mín. Diogo Jota (Wolves) skorar 4:3 - Jahérna! Ótrúlegum leik lýkur með sigurmarki á þriðju mínútu uppbótartímans! Raúl Jiménez á fallega fyrirgjöf á Jota sem skorar með góðu skoti í hornið. Þrenna hjá Jota og þrjú stig til Wolves!
mbl.is