Sjöundi sigur United í röð

Paul Pogba kemur United yfir.
Paul Pogba kemur United yfir. AFP

Manchester United vann sinn sjöunda sigur í röð í öllum keppnum er liðið vann Brighton á heimavelli, 2:1, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 

Paul Pogba kom United yfir á 27. mínútu og Marcus Rashford bætti við marki á 42. mínútu er hann kláraði glæsilega eftir einleik. 

Brighton gafst ekki upp og Pascal Gross minnkaði muninn á 72. mínútu. Brighton fékk færi til að jafna leikinn, en það tókst ekki og United fór upp fyrir Arsenal og upp í fimmta sæti deildarinnar. 

United er nú aðeins þremur stigum á eftir Chelsea sem er í fjórða sæti, en Chelsea mætir Arsenal á eftir. 

Man. Utd 2:1 Brighton opna loka
90. mín. Paul Pogba (Man. Utd) á skot framhjá Í fínni stöðu rétt utan teigs en Frakkinn setur boltann framhjá.
mbl.is