Winks hetja Tottenham gegn Fulham

Leikmenn Tottenham fagna sigurmarki Harry Winks.
Leikmenn Tottenham fagna sigurmarki Harry Winks. AFP

Harry Winks reyndist hetja Tottenham þegar liðið vann dramatískan 2:1-sigur gegn Fulham í 23. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu á Craven Cottage í dag en Winks skoraði sigurmark Tottenham í uppbótartíma.

Leikurinn byrjaði ekki vel fyrir leikmenn Tottenham sem voru án þeirra Harry Kane og Heung-Min Son því Fernando Llorente, framerji Tottenham, varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark eftir hornspyrnu strax á 17. mínútu og staðan 1:0 í hálfleik.

Tottenham byrjaði seinni hálfleikinn af miklum krafti og Dele Alli jafnaði metin fyrir Tottenham á 51. mínútu með skalla eftir frábæra sendingu Christian Eriksen. Það var svo Harry Winks sem tryggði Tottenham sigur með skalla úr markteignum eftir fyrirgjöf Georges-Kevin Nkoudou.

Tottenham er áfram í þriðja sæti deildarinnar með 51 stig, fimm stigum minna en Manchester City, sem er í öðru sæti deildarinnar en Fulham er sem fyrr í nítjánda sætinu með 13 stig, átta stigum frá öruggu sæti.

Fulham 1:2 Tottenham opna loka
90. mín. Harry Winks (Tottenham) skorar 1:2 - Harry Winks að tryggja Tottenham sigur með skalla af stuttu færi úr teignum!
mbl.is