Óvæntur bjargvættur Tottenham?

Andy Carroll og Jan Vertonghen gætu orðið samherjar hjá Tottenham.
Andy Carroll og Jan Vertonghen gætu orðið samherjar hjá Tottenham. AFP

Enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham er í framherjavandræðum eftir að Harry Kane meiddist og snýr aftur í fyrsta lagi í mars. Nú horfa forráðamenn félagsins í óvænta átt eftir manni til þess að fylla hans skarð.

Ensku blöðin greina frá því í dag að Tottenham hafi áhuga á Andy Carroll, sem nú er á mála hjá West Ham. Carroll er orðinn þrítugur og hefur spilað með West Ham frá árinu 2013. Þaðan kom hann frá Liverpool, sem borgaði Newcastle háa summu fyrir hann árið 2011, en hann náði aldrei að slá í gegn á Anfield.

Carroll rennur út á samningi í sumar og er sagt að Tottenham geti fengið hann á tvær milljónir punda. Tottenham er sagt tilbúið að bjóða honum samning til loka tímabilsins 2020.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert