Tímabilið búið hjá Bellerin

Hector Bellerin heldur sárkvalinn utan um hnéð í leiknum gegn …
Hector Bellerin heldur sárkvalinn utan um hnéð í leiknum gegn Chelsea. AFP

Hector Bellerin, spænski bakvörðurinn í liði Arsenal, mun ekki spila meira með Arsenal á tímabilinu vegna meiðslanna sem hann varð fyrir í leiknum gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á laugardaginn.

Það bendir fátt til annars en að Bellerin hafi slitið krossband í hné sem þýðir að hann verður frá keppni næstu 7-9 mánuði. Miklar bólgur eru við hnéð og því hefur ekki verið hægt að greina meiðslin til hlítar en hann fer í myndatöku um leið og færi gefst.

mbl.is