Cardiff verst allra frétta

Emiliano Sala varð leikmaður Cardiff á laugardag.
Emiliano Sala varð leikmaður Cardiff á laugardag. Ljósmynd@Cardiffcity

Enska úrvalsdeildarfélagið Cardiff hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna frétta þess efnis að nýr leikmaður liðsins, Emiliano Sala, hafi verið um borð í flugvél sem týndist af ratsjám í gærkvöldi.

Eins og mbl.is greindi frá í morgun er talið að Sala hafi verið um borð í lítilli vél sem var á leið frá Nantes í Frakklandi til Wales, en Cardiff keypti hann frá liði Nantes á laugardag. Leit stendur yfir í Ermarsundi.

„Við erum að bíða frekari staðfestingar á málinu áður en við getum sagt eitthvað meira. Okkur er mjög umhugað um öryggi Emiliano Sala,“ er haft eftir Mehmet Dalma, stjórnarformanni Cardiff.

Sala átti að mæta á sína fyrstu æfingu með Cardiff í morgun.

mbl.is