Furðulegt tíst Salah vekur athygli

Mo Salah skoraði tvö mörk á móti Crystal Palace í …
Mo Salah skoraði tvö mörk á móti Crystal Palace í síðasta leik. AFP

Mohamed Salah skrifaði furðuleg ummæli á Twitter-síðu sinni í dag. Ummælin vöktu mikla athygli og voru 45 þúsund manns búin að líka við færsluna skömmu síðar. 

Salah virðist vera nokkuð seinn með áramótaheitin í ár því hann skrifaði: „2019 heitin: Komast í gírinn, almennilega.“ Eða „2019 Resolution: Time to get in touch, for real.“ Þrátt fyrir athyglina sem færslan fékk virðast fáir hafa hugmynd um hvað Salah á við. 

Einhverjir stuðningsmenn óttuðust að Salah væri að senda skilaboð þess efnis að hann væri að fara í annað félag, en það verður að teljast afar ólíklegt. Aðrir komu með þá kenningu að Salah væri í baráttuhug við egypska knattspyrnusambandið, en miklar ádeilur voru á milli Salah og sambandsins á meðan HM í Rússlandi var í gangi. 

Hér að neðan má sjá þetta tíst hjá Salah. 

mbl.is