Higuaín mættur til Lundúna

Gonzalo Higuaín er á leið til Chelsea.
Gonzalo Higuaín er á leið til Chelsea. AFP

Argentínski sóknarmaðurinn Gonzalo Higuaín er kominn til Lundúna þar sem hann mun gangast undir læknisskoðun hjá Chelsea.

Higuaín er samningsbundinn Juventus en var í láni hjá AC Milan fyrri hluta leiktíðar. Hann kemur einnig á láni til Chelsea, en þó að skiptin hafi legið í loftinu í rúma viku er fyrst núna eitthvað farið að gerast í þeim efnum. AC Milan vildi ekki sleppa honum fyrr en arftaki væri fundinn og nú virðist Krzusztof Piatek, framherji Genoa, á leið til Mílanó.

Higuain er 31 árs gam­all og hef­ur leikið með Real Madrid, Ju­vent­us og Na­poli, en hjá síðastnefnda liðinu spilaði hann einmitt undir stjórn Maurizio Sarri sem nú stýrir Chelsea. Hann á að baki 75 leiki með arg­entínska landsliðinu og hef­ur í þeim skorað 31 mark.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert