Sæti úr flugvélinni fundin

Emiliano Sala var heiðraður fyrir leik Arsenal og Cardiff í …
Emiliano Sala var heiðraður fyrir leik Arsenal og Cardiff í ensku úrvalsdeildinni í gær. AFP

Leitarmenn fundu í dag sæti úr flugvélinni sem knattspyrnumaðurinn Emiliano Sala var farþegi í. Flugvélin fórst á leið sinni frá Nantes í Frakklandi til Cardiff 21. janúar, en framherjinn var nýbúinn að skrifa undir samning við Cardiff sem leikur í ensku úrvalsdeildinni. 

Sætin fundust nálægt Surainville norðarlega í Frakklandi. Fram undan er neðansjávarleit, þar sem leitað verður að flugvélinni. Sú leit fer af stað um helgina og stendur yfir í þrjá daga.

Samkvæmt frétt BBC verður notast við neðansjávarsónar til að finna brak flugvélarinnar. Takist það verður kafbátur sendur til að skoða flakið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert