Bony orðinn leikmaður Heimis

Wilfried Bony.
Wilfried Bony. AFP

Sóknarmaðurinn Wilfried Bony er orðinn leikmaður Al-Arabi í Katar og mun þar leika undir stjórn Heimis Hallgrímssonar.

Bony fer til Al-Arabi að láni frá enska B-deildarliðinu Swansea en Fílabeinsstrendingurinn hefur skorað eitt mark í sjö leikjum með velska liðinu á leiktíðinni.

Bony, sem er 30 ára gam­all, átti góðu gengi að fagna með Sw­an­sea frá 2013-15 þar sem hann lék um tíma með Gylfa Þór Sig­urðssyni. Hann var seld­ur til Manchester City í janú­ar 2015 en fékk fá tæki­færi og var lánaður til Stoke áður en hann gekk aft­ur í raðir Sw­an­sea fyr­ir tveim­ur árum.

mbl.is