Ensku félagaskiptin - lokað í kvöld

Belgíski framherjinn Michy Batshuayi kemur til Crystal Palace í láni ...
Belgíski framherjinn Michy Batshuayi kemur til Crystal Palace í láni frá Chelsea en hann var hjá Valencia á Spáni fyrri hluta tímabilsins. AFP

Frá og með 1. janúar 2019 var á ný opið fyrir félagaskipti í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Félögin hafa getað keypt og selt leikmenn allan þennan mánuð, en  félagaskiptaglugganum var lokað í kvöld, fimmtudagskvöldið 31. janúar, klukkan 23.00.

Mbl.is hefur að vanda fylgst vel með öllum breytingum sem verða á liðunum og þessi frétt er uppfærð jafnt og þétt þar til öll félagaskipti eru frágengin. Enn geta félagaskipti bæst við því ef félög náðu að ljúka pappírsvinnunni fyrir kl. 23.00 verða þau skráð lögleg.

Hér fyrir neðan má sjá þau allra helstu en öll skipti félaganna í janúar má sjá neðar á síðunni, hjá hverju liði fyrir sig.

Félagaskipti staðfest eftir kl. 23.00:
31.1. Lazar Markovic, Liverpool - Fulham, 1,7 millj. punda
31.1. Michy Batshuayi, Chelsea - Crystal Palace, lán
31.1. Stefan Johansen, Fulham - WBA, lán
31.1. Yannick Bolasie, Everton - Anderlecht, lán

Nýjustu, helstu félagaskiptin:
31.1. Andy King, Leicester - Derby, lán
31.1. Håvard Nordtveit, Hoffenheim - Fulham, lán
31.1. Lucas Piazon, Chelsea - Chievo, lán
31.1. Youri Tielemans, Mónakó - Leicester, lán
31.1. Adrien Silva, Leicester - Mónakó, lán
31.1. Peter Crouch, Stoke - Burnley, gekk upp í kaup
31.1. Sam Vokes, Burnley - Stoke, 7 millj. punda + Peter Crouch
31.1. Emile Smith Rowe, Arsenal - RB Leipzig, lán
31.1. Reece Oxford, West Ham - Augsburg, lán
31.1. Leandro Bacuna, Reading - Cardiff, 3 milljónir punda
31.1. Aboubakar Kamara, Fulham - Yeni Malatyaspor, lán
31.1. Miguel Almirón, Atlanta United - Newcastle, 21 millj. punda
31.1. Tyrone Mings, Bournemouth - Aston Villa, lán
31.1. Antonio Barreca, Mónakó - Newcastle, lán
31.1. Jonny Otto, Atlético Madrid - Wolves, 18 millj. punda
31.1. Georges-Kevin Nkoudou, Tottenham - Mónakó, lán
30.1. Denis Suárez, Barcelona - Arsenal, lán
30.1. Rabbi Matondo, Manch.City - Schalke, 9,6 millj. punda
30.1. Karlan Grant, Charlton - Huddersfield, 1,5 millj. punda
28.1. Álvaro Morata, Chelsea - Atlético Madrid, lán
28.1. Ezequiel Schelotto, Brighton - Chievo, lán
27.1. Bakary Sako, WBA - Crystal Palace, án greiðslu
26.1. Cédric Soares, Southampton - Inter Mílanó, lán
25.1. Victor Moses, Chelsea - Fenerbahce, lán

Chelsea hefur keypt bandaríska landsliðsmanninn Christian Pulisic frá Dortmund fyrir ...
Chelsea hefur keypt bandaríska landsliðsmanninn Christian Pulisic frá Dortmund fyrir 58 milljónir punda og lánað hann aftur til þýska liðsins. AFP

Dýrustu leikmenn í janúar (í milljónum punda):
58,0 Christian Pulisic, Dortmund - Chelsea
22,0 Brahim Diaz, Manchester City - Real Madrid
21,0 Miguel Almirón, Atlanta United - Newcastle
19,0 Dominic Solanke, Liverpool - Bournemouth
18,0 Jonny Otto, Atlético Madrid - Wolves
15,0 Emiliano Sala, Nantes - Cardiff
12,0 Chris Mepham, Brentford - Bournemouth
12,0 Benik Afobe, Wolves - Stoke
11,0 Mousa Dembélé, Tottenham - Guangzhou R&F
10,8 Manolo Gabbiadini, Southampton - Sampdoria
10,0 Cesc Fabregas, Chelsea - Mónakó

Öll félagaskipti liða ensku úrvalsdeildarinnar frá 1. janúar:

Denis Suárez, 25 ára spænskur miðjumaður, er kominn til Arsenal ...
Denis Suárez, 25 ára spænskur miðjumaður, er kominn til Arsenal sem lánsmaður frá Barcelona. Hann hefur leikið einn landsleik fyrir Spán. AFP

ARSENAL

Knattspyrnustjóri: Unai Emery (Spáni) frá 23. maí 2018.
Staðan um áramót: 5. sæti.

Komnir:
30.1. Denis Suárez frá Barcelona (Spáni) (lán)
Farnir:
31.1. Emile Smith Rowe til RB Leipzig (Þýskalandi) (lán)
23.1. Emiliano Martínez til Reading (lán)

Sóknarmaðurinn Dominic Solanke er kominn til Bournemouth frá Liverpool. Hann ...
Sóknarmaðurinn Dominic Solanke er kominn til Bournemouth frá Liverpool. Hann er 21 árs og hefur leikið einn A-landsleik fyrir England. Solanke kom til Liverpool frá Chelsea 2017 og spilaði 21 úrvalsdeildarleik fyrir félagið. AFP

BOURNEMOUTH

Knattspyrnustjóri: Eddie Howe frá 12. október 2012.
Staðan um áramót: 12. sæti.

Komnir:
22.1. Chris Mepham frá Brentford
  4.1. Nathaniel Clyne frá Liverpool (lán)
  4.1. Dominic Solanke frá Liverpool
  1.1. Emerson Hyndman frá Hibernian (Skotlandi) (úr láni)
Farnir:
31.1. Corey Jordan til Eastbourne (lán)
31.1. Tyrone Mings til Aston Villa (lán)
31.1. Frankie Vincent til Torquay (lán)
24.1. Charlie Seaman til Dundee United (Skotlandi) (lán)
22.1. Marc Pugh til Hull (lán)
18.1. Jordan Holmes til St. Mirren (Skotlandi) (lán)
18.1. Matt Worthington til Yeovil (var í láni hjá Forest Green)
11.1. Alex Dobre til Yeovil (lán)
  6.1. Jermain Defoe til Rangers (Skotlandi) (lán)
  4.1. Aaron Ramsdale til Wimbledon (lán) 

BRIGHTON

Knattspyrnustjóri: Chris Hughton (Írlandi), frá 31. desember 2014.
Staðan um áramót: 13. sæti.

Komnir:
31.1. Jan Mlakar frá Maribor (Slóveníu)
         (lánaður aftur til Maribor út tímabilið)
31.1. Tudor Cristian Baluta frá Viitorul Constanta (Rúmeníu)
         (lánaður aftur til Viitorul út tímabilið)
24.1. Alexis MacAllister frá Argentinos Juniors (Argentínu)
         (lánaður aftur til Argentinos út tímabilið)
  4.1. Robert Sanchez frá Forest Green Rovers (úr láni)
  4.1. Ben Hall frá Notts County (úr láni)
Farnir:
31.1. Aaron Connolly til Luton (lán)
31.1. Stefán Ljubicic til Eastbourne (lán)
28.1. Ezequiel Schelotto til Chievo (Ítalíu) (lán)
28.1. Mathias Normann til Rostov (Rússlandi)
26.1. Anders Dreyer til St. Mirren (Skotlandi) (lán)
18.1. Markus Suttner til Fortuna Düsseldorf (Þýskalandi) (lán)
18.1. James Tilley til Cork City (Írlandi) (lán)
11.1. Tom McGill til Basingstoke (lán)
  7.1. George Cox til Northampton (lán)
  7.1. Josh Kerr til Derry City (N-Írlandi) (lán)
  4.1. Oliver Norwood til Sheffield United
  4.1. Ben Barclay til Notts County (lán)
  3.1. Ben White til Peterborough (lán) 

Peter Crouch, fyrrverandi framherji enska landsliðsins, sem er 38 ára ...
Peter Crouch, fyrrverandi framherji enska landsliðsins, sem er 38 ára gamall, er kominn til Burnley en liðið fékk hann sem hluta af greiðslu fyrir Sam Vokes, sem fór til Stoke í staðinn. AFP

BURNLEY

Knattspyrnustjóri: Sean Dyche, frá 30. október 2012.
Staðan um áramót: 18. sæti.

Komnir:
31.1. Peter Crouch frá Stoke
Farnir:
31.1. Sam Vokes til Stoke
10.1. Ali Koiki til Swindon (lán)
  9.1. Ntumba Massanka til Molenbeek (Belgíu) (lán) (var í láni hjá Dover)
  9.1. Jimmy Dunne til Sunderland (lán) (var í láni hjá Hearts)

Oumar Niasse, 28 ára framherji frá Senegal, er kominn til ...
Oumar Niasse, 28 ára framherji frá Senegal, er kominn til Cardiff sem lánsmaður frá Everton. AFP

CARDIFF

Knattspyrnustjóri: Neil Warnock frá 5. október 2016.
Staðan um áramót: 16. sæti.

Komnir:
31.1. Danny Williams frá Haverfordwest (Wales)
31.1. Leandro Bacuna frá Reading
19.1. Emiliano Sala frá Nantes (Frakklandi)
18.1. Oumar Niasse frá Everton (lán)
Farnir:
31.1. Jack McKay til Chesterfield (lán)
28.1. Omar Bogle til Portsmouth (lán) (var í láni hjá Birmingham)
23.1. Ciaron Brown til Livingston (Skotlandi) (lán)
23.1. Mark Harris til Port Vale (lán) (var í láni hjá Newport)
10.1. Anthony Pilkington til Wigan
  8.1. Lee Tomlin til Peterborough (lán)
  7.1. Gary Madine til Sheffield United (lán)
  4.1. Paul McKay til Morecambe (lán) 

Argentínski framherjinn Gonzalo Higuaín er kominn til Chelsea sem lánsmaður ...
Argentínski framherjinn Gonzalo Higuaín er kominn til Chelsea sem lánsmaður frá Juventus, en hann var í láni hjá AC Milan fyrri hluta tímabilsins. Higuaín er 31 árs og hefur gert 224 mörk í efstu deildum Ítalíu og Spánar. AFP

CHELSEA

Knattspyrnustjóri: Maurizio Sarri (Ítalíu) frá 14. júlí 2018.
Staðan um áramót: 4. sæti.

Komnir:
23.1. Gonzalo Higuaín frá Juventus (lán)
  2.1. Christian Pulisic frá Dortmund (Þýsk) (lánaður aftur í Dortmund)
Farnir:
31.1. Michy Batshuayi til Crystal Palace (lán)
         (var í láni hjá Valencia, Spáni)
31.1. Charlie Wakefield til Coventry
31.1. Lucas Piazon til Chievo (Ítalíu) (lán)
28.1. Álvaro Morata til Atlético Madrid (Spáni) (lán)
25.1. Charlie Colkett til Östersund (Svíþjóð)
25.1. Victor Moses til Fenerbahce (Tyrklandi) (lán)
25.1. Matt Miazga til Reading (lán)
11.1. Cesc Fabregas til Mónakó (Frakklandi)
11.1. Josh Grant til Yeovil (lán)
  9.1. Lewis Baker til Reading (lán) (var í láni hjá Leeds)
  9.1. Kasey Palmer til Bristol City (lán) (var í láni hjá Blackburn) 

CRYSTAL PALACE

Knattspyrnustjóri: Roy Hodgson, frá 12. september 2017.
Staðan um áramót: 14. sæti.

Komnir:
31.1. Michy Batshuayi frá Chelsea (lán)
27.1. Bakary Sako frá WBA
24.1. Lucas Perri frá Sao Paulo (Brasilíu) (lán)
  9.1. Levi Lumeka frá Leyton Orient (úr láni)
Farnir:
21.1. Sullay Kaikai til Breda (Hollandi)
11.1. Nya Kirby til Blackpool (lán)
  8.1. Alexander Sörloth til Gent (Belgíu) (lán)
  4.1. Jason Puncheon til Huddersfield (lán)
  4.1. Jonny Williams til Charlton 

EVERTON

Knattspyrnustjóri: Marco Silva (Portúgal) frá 31. maí 2018.
Staðan um áramót: 10. sæti.

Komnir:
Engir.
Farnir:
31.1. Yannick Bolasie til Anderlecht (Belgíu) (lán)
         (var í láni hjá Aston Villa)
31.1. Beni Baningime til Wigan (lán)
31.1. Callum Connolly til Bolton (lán) (var í láni hjá Wigan)
31.1. Anthony Evans til Blackpool (lán)
31.1. Cuco Martina til Feyenoord (Hollandi) (var í láni hjá Stoke)
18.1. Oumar Niasse til Cardiff (lán)
  4.1. Shayne Lavery til Falkirk (Skotlandi) (lán)
  1.1. Mason Holgate til WBA (lán)
  1.1. Kieran Dowell til Sheffield United (lán) 

Hollenski landsliðsmaðurinn Ryan Babel er kominn til Fulham í láni ...
Hollenski landsliðsmaðurinn Ryan Babel er kominn til Fulham í láni frá Besiktas. Babel lék með Liverpool frá 2003 til 2007 og hefur skoraði 8 mörk í 54 landsleikjum fyrir Holland. AFP

FULHAM

Knattspyrnustjóri: Claudio Ranieri (Ítalíu) frá 14. nóvember 2018.
Staðan um áramót: 19. sæti.

Komnir:
31.1. Lazar Markovic frá Liverpool
31.1. Håvard Nordtveit frá Hoffenheim (Þýskalandi) (lán)
31.1. Magnus Norman frá Rochdale (úr láni)
15.1. Ryan Babel frá Besiktas (Tyrklandi) (lán)
Farnir:
31.1. Stefan Johansen til WBA (lán)
31.1. Aboubakar Kamara til Yeni Malatyaspor (Tyrklandi) (lán)
31.1. Elijah Adebayo til Stevenage (lán) (var í láni hjá Swindon)
19.1. Stephen Humphrys til Southend
  3.1. Cauley Woodrow til Barnsley

Jason Puncheon er kominn til Huddersfield í láni frá Crystal ...
Jason Puncheon er kominn til Huddersfield í láni frá Crystal Palace. Hann er 32 ára kantmaður og hefur spilað um 200 úrvalsdeildarleiki með Palace, QPR og Southampton. AFP

HUDDERSFIELD

Knattspyrnustjóri: Jan Siewert (Þýskalandi) frá 21. janúar 2019.
Staðan um áramót: 20. sæti.

Komnir:
30.1. Karlan Grant frá Charlton
  4.1. Jason Puncheon frá Crystal Palace (lán)
  1.1. Jaden Brown frá Tottenham (lánaður til Exeter)
Farnir:
30.1. Rekeil Pyke til Rochdale (lán)
10.1. Ryan Schofield til Notts County (lán)
  8.1. Collin Quaner til Ipswich (lán)
  1.1. Ramadan Sobhi til Al Ahly (Egyptalandi) (lán)
  1.1. Rajiv van La Parra til Middlesbrough (lán) 

Youri Tielemans, 21 árs belgískur miðjumaður með 14 landsleiki að ...
Youri Tielemans, 21 árs belgískur miðjumaður með 14 landsleiki að baki, er kominn til Leicester í láni frá Mónakó, sem fékk í staðinn Adrien Silva lánaðan. Tielemans lék fjóra leiki með Belgum á HM í Rússlandi síðasta sumar. AFP

LEICESTER

Knattspyrnustjóri: Claude Puel (Frakklandi) frá 25. október 2017.
Staðan um áramót: 8. sæti.

Komnir:
31.1. Youri Tielemans frá Mónakó (Frakklandi) (lán)
11.1. Harvey Barnes frá WBA (úr láni)
Farnir:
31.1. Andy King til Derby (lán)
31.1. Darnell Johnson til Hibernian (Skotlandi) (lán)
31.1. Josh Knight til Peterborough (lán)
31.1. Adrien Silva til Mónakó (Frakklandi) (lán)
18.1. Yohan Benalouane til Nottingham Forest
10.1. Fousseni Diabaté til Sivasspor (Tyrklandi) (lán)
  7.1. Vicente Iborra til Villarreal (Spáni)
  2.1. Callum Elder til Ipswich (lán) 

Hægri bakvörðurinn Nathaniel Clyne er kominn til Bournemouth í láni ...
Hægri bakvörðurinn Nathaniel Clyne er kominn til Bournemouth í láni frá Liverpool. AFP

LIVERPOOL

Knattspyrnustjóri: Jürgen Klopp (Þýskalandi) frá 8. október 2015.
Staðan um áramót: 1. sæti.

Komnir:
13.1. Ben Woodburn frá Sheffield United (úr láni)
Farnir:
31.1. Lazar Markovic til Fulham
31.1. Pedro Chirivella til Extremadura (Spáni) (lán)
31.1. Matty Virtue til Blackpool
31.1. Liam Millar til Kilmarnock (Skotlandi) (lán)
  7.1. Ovie Ejaria til Reading (lán)
  6.1. Kamil Grabara til AGF (Danmörku) (lán)
  4.1. Nathaniel Clyne til Bournemouth (lán)
  4.1. Dominic Solanke til Bournemouth 

MANCHESTER CITY

Knattspyrnustjóri: Pep Guardiola (Spáni) frá 1. júní 2016.
Staðan um áramót: 2. sæti.

Komnir:
31.1. Ante Palaversa frá Hajduk Split (Króatíu)
         (lánaður aftur til Hajduk Split út tímabilið)
Farnir:
30.1. Rabbi Matondo til Schalke (Þýskalandi)
29.1. Uriel Antuna til LA Galaxy (Bandaríkjunum) (lán)
         (var í láni hjá Groningen, Hollandi)
24.1. Luke Bolton til Wycombe (lán)
16.1. Yangel Herrera til Huesca (Spáni) (lán)
  6.1. Brahim Diaz til Real Madrid (Spáni)

MANCHESTER UNITED

Knattspyrnustjóri: Ole Gunnar Solskjær (Noregi) frá 19. des. 2018. 
Staðan um áramót: 6. sæti.

Komnir:
Engir.
Farnir:
31.1. Callum Whelan til Port Vale (lán)
31.1. Joel Pereira til Kortrijk (Belgíu) (lán) (var í láni hjá Vitoria (Portúgal)
31.1. Zak Dearnley til Oldham (lán)
31.1. Matty Willock til Crawley (lán) (var í láni hjá St. Mirren, Skotlandi)
30.1. Ro-Shaun Williams til Shrewsbury
18.1. Regan Poole til Newport (lán)
11.1. Ethan Hamilton til Rochdale (lán) 

Miguel Almirón, 24 ára gamall landsliðsmaður Paragvæ og sóknartengiliður, er ...
Miguel Almirón, 24 ára gamall landsliðsmaður Paragvæ og sóknartengiliður, er kominn til Newcastle frá Atlanta United í Bandaríkjunum fyrir 21 milljón punda, sem er félagsmet. AFP

NEWCASTLE

Knattspyrnustjóri: Rafael Benítez (Spáni) frá 11. mars 2016.
Staðan um áramót: 15. sæti.

Komnir:
31.1. Miguel Almirón frá Atlanta United (Bandaríkjunum)
31.1. Antonio Barreca frá Mónakó (Frakklandi) (lán)
Farnir:
31.1. Jacob Murphy til WBA (lán)
31.1. Rolando Aarons til Sheffield Wednesday (lán)
31.1. Achraf Lazaar til Sheffield Wednesday (lán)
31.1. Josef Yarney til Chesterfield (lán)
31.1. Callum Roberts til Colchester (lán)
26.1. Jamie Sterry til Crewe (lán)
21.1. Elias Sörensen til Blackpool (lán)
10.1. Liam Gibson til Accrington Stanley (lán) 

Southampton hefur selt ítalska framherjann Manolo Gabbiadini til Sampdoria fyrir ...
Southampton hefur selt ítalska framherjann Manolo Gabbiadini til Sampdoria fyrir 10,8 milljónir punda. Hann kom til Southampton frá Napoli fyrir tveimur árum og skoraði 10 mörk í 47 leikjum í úrvalsdeildinni. AFP

SOUTHAMPTON

Knattspyrnustjóri: Ralph Hasenhüttl (Austurríki) frá 5. desember 2018.
Staðan um áramót: 17. sæti.

Komnir:
2.1. Jake Flannigan frá Burton (úr láni)
Farnir:
31.1. Jake Hesketh til MK Dons (lán) (var í láni hjá Burton)
29.1. Ryan Seager til Yeovil (var í láni hjá Telstar, Hollandi)
26.1. Cédric Soares til Inter Mílanó (lán)
22.1. Wesley Hoedt til Celta Vigo (Spáni) (lán)
11.1. Manolo Gabbiadini til Sampdoria (Ítalíu)
  6.1. Steven Davis til Rangers (Skotlandi) (lán)

Belgíski miðjumaðurinn Mousa Dembélé hefur verið seldur frá Tottenham til ...
Belgíski miðjumaðurinn Mousa Dembélé hefur verið seldur frá Tottenham til Guangzhou R&F; í Kína. Hann kom til Tottenham frá Fulham árið 2012. AFP

TOTTENHAM

Knattspyrnustjóri: Mauricio Pochettino (Argentínu) frá 27. maí 2014. 
Staðan um áramót: 3. sæti.

Komnir:
Engir
Farnir:
31.1. Kaziah Sterling til Sunderland (lán)
31.1. Anthony Georgiou til Levante (Spáni) (lán)
31.1. Georges-Kevin Nkoudou til Mónakó (Frakklandi) (lán)
17.1. Mousa Dembélé til Guangzhou R&F (Kína)
  1.1 Jaden Brown til Huddersfield 

WATFORD

Knattspyrnustjóri: Javi Gracia (Spáni) frá 21. janúar 2018.
Staðan um áramót: 9. sæti.

Komnir:
Engir
Farnir:
31.1. Michael Folivi til Wimbledon (lán)
31.1. Ben Wilmot til Udinese (Ítalíu) (lán)
31.1. Jerome Sinclair til Oxford (lán) (var í láni hjá Sunderland)
18.1. Randell Williams til Exeter
15.1. Dion Pereira til Atlanta United (Bandaríkjunum)
10.1. Marvin Zegelaar til Udinese (Ítalíu) (lán)
  8.1. Stefano Okaka til Udinese (Ítalíu) (lán)

Samir Nasri er laus úr 18 mánaða keppnisbanni vegna lyfjaneyslu ...
Samir Nasri er laus úr 18 mánaða keppnisbanni vegna lyfjaneyslu og er búinn að semja við West Ham. Hann lék síðast með Antalyaspor í Tyrklandi. AFP

WEST HAM

Knattspyrnustjóri: Manuel Pellegrini (Síle) frá 22. maí 2018.
Staðan um áramót: 11. sæti.

Komnir:
30.1. Mesaque Dju frá Benfica (Portúgal)
  1.1. Samir Nasri frá Antalyaspor (Tyrklandi)
Farnir:
31.1. Oladapo Afolayan til Oldham (lán)
31.1. Reece Oxford til Augsburg (Þýskalandi) (lán)
21.1. Joe Powell til Northampton (lán)
18.1. Toni Martinez til Lugo (Spáni) (lán)
11.1. Moses Makasi til Stevenage (lán)
11.1. James Collins til Ipswich
  4.1. Vashon Neufville til Newport (lán)

Wolves hefur keypt spænska bakvörðinn Jonny Otto af Atlético Madrid ...
Wolves hefur keypt spænska bakvörðinn Jonny Otto af Atlético Madrid fyrir 18 milljónir punda en hann hefur verið í láni hjá Wolves síðan Atlético keypti hann af Celta Vigo í júlí. Jonny hefur leikið 3 landsleiki fyrir Spánverja. AFP

WOLVES

Knattspyrnustjóri: Nuno Espírito Santo (Portúgal) frá 31. maí 2017.
Staðan um áramót: 7. sæti.

Komnir:
31.1. Jonny Otto frá Atlético Madrid (Spáni)
        (var hjá Wolves í láni frá Atlético)
18.1. Michael Agboola frá Dagenham & Redbridge
14.1. Sherwin Seedorf frá Bradford City (úr láni)
  1.1. David Wang frá Jumilla (Spáni) - lánaður til Sporting (Portúgal)
Farnir:
31.1. Dominic Iorfa til Sheffield Wednesday
31.1. Leo Bonatini til Nottingham Forest (lán)
31.1. Donovan Wilson til Exeter (lán)
30.1. Ben Stevenson til Colchester
29.1. Danny Batth til Stoke (var í láni hjá Middlesbrough)
11.1. Ethan Ebanks-Landell til Rochdale (lán)
  8.1. Bright Enobakhare til Coventry (lán)
  7.1. Kortney Hause til Aston Villa (lán)
  4.1. Benik Afobe til Stoke
  1.1. Jordan Graham til Oxford (lán)

mbl.is