Einn versti dagur á ferlinum

Leikmenn Chelsea voru niðurbrotnir þegar þeir gengu út af Ethiad-vellinum í Manchester í gær eftir niðurlæginguna sem þeir urðu fyrir hjá meisturunum í Manchester City.

Chelsea steinlá 6:0 og beið þar sinn versta ósigur frá árinu 1971 þegar liðið tapaði fyrir Nottingham Forest 7:0.

„Þetta er einn minn versti dagur á ferlinum og það er erfitt að útskýra hvað gerðist. Við byrjuðum vel fyrstu fimm eða sex mínúturnar en það er ekki nóg. Það eina sem ég get gert er að biðja stuðningsmennina afsökunar. Þetta er óafsakanlegt,“ sagði fyrirliðinn Cesar Azpilicueta eftir leikinn.

Chelsea er fallið niður í fimmta sæti deildarinnar, er stigi á eftir sjóðheitu liði Manchester United.

Cesar Azpilicueta biður stuðningsmenn Chelsea afsökunar.
Cesar Azpilicueta biður stuðningsmenn Chelsea afsökunar. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert