Einn versti dagur lífs míns

Cecar Azpilicueta biður stuðningsmenn Chelsea afsökunar eftir leik.
Cecar Azpilicueta biður stuðningsmenn Chelsea afsökunar eftir leik. AFP

Cesar Azpilicueta, varnarmaður Chelsea, segir að 6:0-tapið fyrir Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær hafi verið það versta á ferlinum og dagurinn hafi verið einn sá versti sem hann hefur upplifað á ævinni. 

Spánverjinn var fyrirliði Chelsea í leiknum en gaf vítið sem varð að fimmta marki City. „Það er erfitt að finna orð til að útskýra hvernig mér leið eftir leikinn. Þetta er versti dagurinn á ferlinum og einn versti dagur lífs míns,“ sagði Azpilicueta í viðtali á heimasíðu Chelsea. 

„Þegar þú tapar 6:0 verða allir að viðurkenna að þeir spiluðu ekki vel. Við gerðum mistök sem við getum ekki gert í svona stórum leikjum. Ég get bara beðið stuðningsmennina afsökunar, þetta var ekki ásættanlegt og ég finn til með þeim,“ sagði Azpilicueta. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert