Úlfarnir björguðu stigi í blálokin

Úlfarnir björguðu stigi í uppbótartíma.
Úlfarnir björguðu stigi í uppbótartíma. AFP

Wolves og Newcastle skildu jöfn, 1:1, í leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Isaac Hayden kom Newacstle yfir í seinni hálfleik en Willy Boly jafnaði á fimmtu mínútu uppbótartímans. 

Heimamenn í Wolves voru sterkari aðilinn í markalausum fyrri hálfleik. Illa gekk að skapa færi á móti skipulögðu liði Newcastle. Það voru svo gestirnir í Newcastle sem komust yfir á 56. mínútu með marki Isaac Hayden. 

Allt stefndi í mikilvægan útisigur Newcastle, en eins og áður segir jafnaði Willy Boly í uppbótartíma er hann skallaði í netið af stuttu færi eftir mistök hjá Martin Dúbravka í markinu og þar við sat. 

Newcastle er í mikilli fallbaráttu og gæti jöfnunarmarkið reynst liðinu dýrkeypt, enda nú aðeins með einu stigi meira en Southampton sem er í 18. sæti. Wolves er hins vegar í sjöunda sæti með 39 stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert