Meistaradeildin aftur af stað á morgun

Paul Pogba og Victor Lindelöf á æfingu Manchester United í …
Paul Pogba og Victor Lindelöf á æfingu Manchester United í dag. AFP

Annað kvöld hefst keppni í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Tveir leikir fara fram annað kvöld og tveir á miðvikudagskvöld.

Manchester United og Paris SG eigast við á Old Trafford á morgun. Frönsku meistararnir verða án brasilísku stórstjörnunnar Neymars í báðum viðureignum liðanna og þá ríkir óvissa með þátttöku framherjans Edinson Cavani í leiknum á morgun en hann varð fyrir meiðslum í leik með liði sínu um helgina.

Ole Gunnar Solskjær ætti hins vegar að geta stillt upp sínu sterkasta liði hjá United en aðeins tveir leikmenn gátu ekki tekið þátt í æfingu liðsins í dag, Matteo Darmian og Antonio Valencia, sem lítið hafa spilað á tímabilinu.

Leikirnir í Meistaradeildinni í vikunni:

Þriðjudagur:
Manchester United - Paris SG
Roma - Porto

Miðvikudagur:
Ajax - Real Madrid
Tottenham - Borussia Dortmund

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert