Scholes ráðinn stjóri Oldham

Paul Scholes, lengst til hægri.
Paul Scholes, lengst til hægri. Ljósmynd/Twitter-síða Oldham

Paul Scholes, fyrrverandi leikmaður Manchester United og enska landsliðsins, hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri enska D-deildarliðsins Oldham Athletic.

Þetta verður fyrsta þjálfarastarf Scholes en samningur hans við félagið er til eins og hálfs árs. Sem ungur drengur var Scholes stuðningsmaður Oldham.

Oldham er í 14. sæti í ensku B-deildinni, níu stigum frá því að komast í umspilssæti en 14 stigum frá fallsæti.

Scholes er 44 ára gamall og lék með Manchester United frá 1993 til 2011. Hann varð 11 sinnum Englandsmeistari með liðinu, vann þrjá bikarmeistaratitla og varð í tvígang Evrópumeistari með því. Scholes lék 66 leiki með enska landsliðinu og skoraði í þeim 14 mörk.

mbl.is