Young búinn að framlengja við United

Ashley Yong með knattspyrnustjóranum Ole Gunnari Solskjær.
Ashley Yong með knattspyrnustjóranum Ole Gunnari Solskjær. Ljósmynd/Twitter-síða Manchester United

Ashley Young hefur skrifað undir nýjan eins árs samning við Manchester United en samningur hans við félagið átti að renna út í sumar.

Manchester United greinir frá þessu á vef sínum í dag. Young er 33 ára gamall og kom til Manchester-liðsins frá Aston Villa árið 2011. Hann hefur spilað 227 leiki fyrir félagið og hefur í þeim skorað 17 mörk.

Young hefur verið í stóru hlutverki með liði Manchester United undanfarin ár og hefur borið fyrirliðabandið í mörgum leikjum liðsins. Á þessu tímabili hefur hann komið við sögu í 19 leikjum í deildinni og skorað í þeim eitt mark.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert