Biður United og Solskjær afsökunar

Ole Gunnar Solskjær á æfingu Manchester United í gær.
Ole Gunnar Solskjær á æfingu Manchester United í gær. AFP

Sparkspekingurinn Stan Collymore, sem lék á árum áður með Liverpool, Leicester, Aston Villa og fleiri liðum, biður Manchester United og Ole Gunnar Solskjær afsökunar í vikulegum dálki í enska blaðinu The Mirror.

Collymore lét hafa eftir sér fyrir nokkrum vikum að ráðning Manchester United á Ole Gunnari Solskjær í starf knattspyrnustjóra félagsins út leiktíðina hafi verið röng og mistök af hálfu Manchester-liðsins.

Undir stjórn Solskjærs hefur Manchester United spilað tíu leiki í öllum keppnum. Liðið hefur unnið tíu þeirra og gert eitt jafntefli.

„Ég hef verið hrikalega uppnuminn yfir því sem hann hefur gert og ég elska hvernig hann talar. Ég sé núna engin vandamál með að Solskjær verði stjóri United til frambúðar. Rómantíkin í mér segir að hann eigi að fá starfið og greinið heimsbyggðinni frá því eins fljótt og mögulegt er,“ skrifar Íslandsvinurinn Collymore.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert