Sterkasta lið United gegn PSG

Ole Gunnar Solskjær á fréttamannafundi í Manchester í gær.
Ole Gunnar Solskjær á fréttamannafundi í Manchester í gær. AFP

Útlit er fyrir að Manchester United verði með sitt sterkasta lið í leiknum við París SG í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í knattspyrnu í kvöld en liðin leika þá fyrri leik sinn á Old Trafford.

Aðeins Matteo Darmian og Antonio Valencia gátu ekki æft í gær en þeir hafa lítið spilað á tímabilinu. Hjá París vantar hinsvegar Neymar sem missir af báðum leikjum liðanna vegna meiðsla og Edinson Cavani en hann meiddist í leik franska liðsins um helgina.

Ole Gunnar Solskjær stýrir þar Manchester United í fyrsta sinn í Meistaradeildinni en dagblaðið The Sun fullyrti í gær að stjórn félagsins hefði þegar ákveðið að ráða Norðmanninn sem knattspyrnustjóra til lengri tíma. Það yrði hinsvegar ekki tilkynnt formlega fyrr en í vor.

Solskjær svaraði spurningum um það á fréttamannafundi í gær á þann veg að hann ætti nokkra mánuði eftir af þessu tímabili og þar myndi hann gera allt sem hann gæti fyrir félagið. „En þetta er besti tíminn fyrir svona stórleiki,“ sagði hann um verkefnið framundan.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »