Zlatan spáir í spilin

Zlatan Ibrahimovic.
Zlatan Ibrahimovic. AFP

Zlatan Ibrahimovic telur að Paris SG sé örlítið sigurstranglegra í einvíginu gegn Manchester United í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu en liðin eigast við í fyrri leiknum á Old Trafford í kvöld.

Zlatan hefur taugar til beggja liða. Hann lék í fimm ár með Parísarliðinu áður en hann gekk í raðir Manchester United þar sem hann lék tvö tímabil með liðinu.

<p>„Paris SG er að mæta liði sem er sjóðandi heitt. Ef þú hefðir spurt mig áður en þetta góða gengi hófst þá hefði ég sagt Paris SG sigurstranglegra en nú er erfitt að spá í spilin.</p> <p>En ég tel að Paris SG sé örlítið líklegra til að komast áfram vegna þeirra leikmanna sem það er með. Sama hvort liðið fer áfram þá verð ég enn með mitt lið í Meistaradeildinni,“ sagði Zlatan í viðtali við bandarísku </p><em>FOX-</em><p>sjónvarpsstöðina.</p>
mbl.is