United semur við efnilegan táning

Noam Emeran er orðinn leikmaður Manchester United.
Noam Emeran er orðinn leikmaður Manchester United. Ljósmynd/Manchester United

Franski leikmaðurinn Noam Emeran skrifaði í dag undir samning við Manchester United. Emeran er aðeins 16 ára gamall og kemur til United frá Amiens í heimalandinu. 

Fleiri stórlið voru á eftir Emeran og höfðu PSG og Juventus t.d mikinn áhuga á honum. Emeran er kantmaður sem einnig getur spilað á miðjunni.

Hann sagði í samtali við sjónvarpsstöð Manchester United að Anthony Martial, landi sinn, væri hans helsta fyrirmynd. 

Emeran er fæddur í Frakklandi en á belgíska foreldra. Búist er við að hann vilji heldur spila fyrir franska landsliðið í framtíðinni. 

mbl.is