Watford fyrst í átta liða úrslit

Étienne Capoue skoraði sigurmarkið.
Étienne Capoue skoraði sigurmarkið. AFP

Watford er komið áfram í átta liða úrslit enska bikarsins eftir 1:0-útisigur á QPR í kvöld. Étienne Capoue skoraði sigurmarkið í uppbótartíma fyrri hálfleiks. 

Þrátt fyrir að QPR sé í 18. sæti B-deildarinnar og Watford í áttunda sæti í úrvalsdeildinni var leikurinn afar jafn. Bæði lið hefðu getað skorað fyrsta markið en það var Capoue sem gerði það með skoti innan teigs. 

QPR var líklegri aðilinn í seinni hálfleik og Toni Leistner fékk dauðafæri undir lokin, en honum tókst ekki að skora þótt hann væri einn á markteig og með opið mark fyrir framan sig. Úrvalsdeildarliðið fór því áfram. 

Þrír leikir fara fram í keppninni á morgun og þrír á sunnudag. Umferðinni lýkur með stórleik Chelsea og Manchester United á mánudaginn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert