Fimmfaldir meistarar mætast

Alex Oxlade-Chamberlain, Virgil van Dijk og Mohamed Salah á æfingu …
Alex Oxlade-Chamberlain, Virgil van Dijk og Mohamed Salah á æfingu Liverpool í gær. Van Dijk verður ekki með í kvöld vegna leikbanns. AFP

Liverpool og Bayern München, liðin sem þessa stundina sitja í öðru sæti deildanna á Englandi og í Þýskalandi, mætast á Anfield í Liverpool í kvöld en það er fyrri viðureign þeirra í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í knattspyrnu.

Félögin eru bæði í hópi þeirra fimm sigursælustu í keppninni en bæði hafa þau unnið Evrópumeistaratitilinn fimm sinnum. Bayern árin 1974, 1975, 1976, 2001 og 2013 en Liverpool árin 1977, 1978, 1981, 1984 og 2005. Þau hafa þó aldrei mæst í úrslitaleik og gera það ekki í ár.

Bayern fór taplaust í gegnum riðlakeppnina en gerði þar tvö jafntefli við Ajax. Liverpool lenti hinsvegar í miklu basli, vann þrjá leiki en tapaði þremur, en komst í sextán liða úrslitin með 1:0 sigri á Napoli í hreinum úrslitaleik í lokaumferðinni.

Bæði lið sakna lykilmanna sem verða í banni. Varnarmaðurinn öflugi Virgil var Dijk verður ekki með Liverpool í kvöld en hann tekur út eins leiks bann. Sóknarmaðurinn reyndi Thomas Müller spilar hvorugan leikinn með Bayern en hann tekur út tveggja leikja bann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert