Eigendur Man. City eignast sjöunda félagið

Eigendur Manchester City hafa stefnt að því að eiga knattspyrnufélag …
Eigendur Manchester City hafa stefnt að því að eiga knattspyrnufélag í hverri heimsálfu. AFP

Eigendur enska knattspyrnufélagsins Manchester City hafa keypt hlut í kínverska 3. deildarfélaginu Sichuan Jiuniu. Þetta er sjöunda knattspyrnufélagið sem þeir eignast hlut í.

City Football Group keypti kínverska knattspyrnufélagið ásamt tæknifyrirtækinu UBTECH og China Sports Capital. Félagið á einnig meirihluta í New York FC og Melbourne City FC, auk þess að hafa fjárfest í Yokohama F Marinos í Japan, Club Atletico Torque í Úrúgvæ og Girona sem leikur í efstu deild á Spáni.

Sichuan Jiuniu er staðsett í Sichuan í suðvesturhluta Kína. Félagið á lið í 3. deild og leikur á 27.000 manna leikvangi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert