Úrslitaleikurinn síðasta hálmstráið?

Maurizio Sarri tók við Chelsea síðasta sumar en það virðist …
Maurizio Sarri tók við Chelsea síðasta sumar en það virðist vera að koma að kveðjustund. AFP

Maurizio Sarri virðist ekki eiga sér framtíð hjá enska knattspyrnufélaginu Chelsea nema mikið breytist á næstu dögum.

Ensku blöðin fullyrða að Chelsea sé að undirbúa stjóraskipti og segir Sky Sports að Zinedine Zidane og Frank Lampard séu mennirnir sem eigendur Chelsea horfi til. Þá komi einnig til greina að aðstoðarstjórinn Gianfranco Zola stýri liðinu út tímabilið.

Chelsea leikur seinni leik sinn við Malmö í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar á morgun en Chelsea er 2:1 yfir í einvíginu. Chelsea mætir svo Manchester City á Wembley á sunnudag í úrslitaleik enska deildabikarsins. Enska blaðið Mirror segir að tapist leikurinn við City séu dagar Sarri hjá Chelsea taldir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert