Klopp þarf að borga sjö milljónir

Jürgen Klopp fórnar höndum í leiknum.
Jürgen Klopp fórnar höndum í leiknum. AFP

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, þarf að borga 45.000 pund, eða um sjö milljónir króna í sekt vegna ummæla sinna um Kevin Friend, dómara leiks Liverpool og West Ham, fyrr í mánuðinum. 

Sadio Mané kom Liverpool yfir í fyrri hálfleik, áður en Michael Antonio jafnaði og lauk leiknum með 1:1-jafntefli. Markið hjá Mané átti ekki að standa, þar sem hann var í rangstöðu.

Klopp segir að dómarinn hafi vitað það og dæmt leikinn öðruvísi vegna þess og verið hliðhollur West Ham. Enska knattspyrnusambandið kærði Klopp í kjölfarið og viðurkenndi þýski stjórinn brot sitt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert