Zola lagður inn á sjúkrahús

Maurizio Sarri og Gianfranco Zola ræða málin.
Maurizio Sarri og Gianfranco Zola ræða málin. AFP

Gianfranco Zola, aðstoðarþjálfari Chelsea, var í dag lagður inn á sjúkrahús vegna vandamáls sem kom í kjölfar gallsteinaaðgerðar sem hann fór í.

Zola fór í aðgerðina í síðustu viku og var ekki á bekknum er Chelsea mætti Manchester United í enska bikarnum síðasta mánudag. 

Óvíst er hversu lengi Zola verður frá, en hann verður ekki á bekknum á Stamford Bridge í kvöld þegar Malmö kemur í heimsókn í Evrópudeildinni. 

Zola gæti einnig misst af úrslitaleik deildabikarsins næsta sunnudag, þar sem Chelsea og Manchester City mætast. 

mbl.is