Chelsea bannað að kaupa leikmenn næsta árið

Illa hefur gengið hjá Chelsea innan vallar að undanförnu og ...
Illa hefur gengið hjá Chelsea innan vallar að undanförnu og nú má félagið ekki kaupa leikmenn. AFP

Knattspyrnufélagið Chelsea mun ekki fá að kaupa nýja leikmenn í næstu tveimur félagaskiptagluggum eftir að félagið braut reglur FIFA.

Chelsea braut reglur sem snúast um kaup á leikmönnum 18 ára og yngri. Félagaskiptabannið þýðir að félagið má næst kaupa leikmenn sumarið 2020.

Chelsea fékk einnig sekt upp á 400.000 pund, jafnvirði 63 milljóna króna. FIFA segir að Chelsea hafi þrjá mánuði til þess að bæta úr málum varðandi leikmennina sem um ræðir. Enska knattspyrnusambandið var sektað um 391.000 pund.

Chelsea mun áfram geta selt leikmenn og bannið nær ekki til kvennaliðs félagsins.

Samkvæmt heimildum Sky Sports stóð rannsókn FIFA yfir í þrjú ár og er refsingin tilkomin vegna 12 leikmanna sem Chelsea fékk til sín, þar á meðal Bertrand Traore árið 2013.

mbl.is