Jón Guðni fer til Valencia

Arsenal-menn mæta Rennes frá Frakklandi.
Arsenal-menn mæta Rennes frá Frakklandi. AFP

Dregið var í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar í knattspyrnu í dag og er ljóst að Arsenal mun halda til Frakklands því liðið dróst gegn Rennes. Chelsea mætir úkraínska liðinu Dynamo Kiev.

Ensku liðin verða bæði á heimavelli þegar fyrri leikirnir fara fram 7. mars, en seinni leikirnir eru viku síðar eða 14. mars.

Jón Guðni Fjóluson og félagar í Krasnodar drógust gegn Valencia frá Spáni og leika fyrri leikinn á útivelli. Krasnodar sló Leverkusen út í gærkvöld en Jón Guðni sat á varamannabekk liðsins.

16-liða úrslitin:

Chelsea (ENG) - Dynamo Kiev (ÚKR)
Frankfurt (ÞÝS) - Inter (ÍTA)
Dinamo Zagreb (KRÓ) - Benfica (POR)
Napoli (ÍTA) - Salzburg (AUS)
Valencia (SPÁ) - Krasnodar (RÚS)
Sevilla (SPÁ) - Slavia Prag (TÉK)
Arsenal (ENG) - Rennes (FRA)
Zenit (RÚS) - Villarreal (SPÁ)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert