Lacazette í þriggja leikja bann

Lacazette fékk þriggja leikja bann.
Lacazette fékk þriggja leikja bann. AFP

Franski sóknarmaðurinn Alexandre Lacazette hefur verið úrskurðaður í þriggja leikja bann í Evrópudeildinni. Hann verður því ekki með Arsenal í 16-liða úrslitunum á móti franska liðinu Rennes. 

Lacazette fékk beint rautt spjald fyrir að gefa Aleksandar Filipovic, leikmanni Bate Borisov, olnbogaskot er Arsenal og Bate mættust í Hvíta-Rússlandi fyrr í mánuðinum. Bate vann leikinn 1:0. 

Lacazette var ekki með í síðari leik liðanna og hefur því nú þegar tekið út einn leik í banninu. Arsenal vann sannfærandi 3:0-heimasigur í gær og vann því einvígið gegn Bate 3:1. 

mbl.is