Lingard og Martial gætu mætt Liverpool

Solskjær virðist bjartsýnni á að geta teflt Anthony Martial fram.
Solskjær virðist bjartsýnni á að geta teflt Anthony Martial fram. AFP

Ole Gunnar Solskjær flutti góðar fréttir fyrir stuðningsmenn Manchester United á fréttamannafundi í dag í aðdraganda stórleiksins við Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á sunnudag.

Anthony Martial og Jesse Lingard fóru báðir meiddir af velli í leiknum við PSG í Meistaradeild Evrópu á dögunum og var búist við að þeir yrðu úr leik í 2-3 vikur og myndu missa af leiknum við Liverpool. Solskjær sagði hins vegar að leikmennirnir væru á góðum batavegi og að þeir gætu hugsanlega spilað á sunnudaginn:

„Við lítum ágætlega út. Ég vona að Jesse verði í lagi. Ég vona og held að Anthony verði í lagi. Við höfum enn tvo daga til stefnu og þeir þurfa að komast í gegnum þessar tvær æfingar. Þeir hafa ekki verið með á æfingum enn þá en þeir hafa verið að gera aðrar æfingar í endurhæfingu sinni. Anthony var með önnur vöðvameiðsli svo við teljum að hann gæti verið tilbúinn og vonum að það sama eigi við um Jesse,“ sagði Solskjær.

mbl.is