Ranieri rekinn frá Fulham

Claudio Ranieri
Claudio Ranieri AFP

Ítalinn reyndi Claudio Ranieri fékk ekki langan tíma til að spreyta sig hjá Fulham í ensku úrvalsdeildinni. Hann var í dag rekinn úr starfi knattspyrnustjóra eftir 106 daga í starfi. 

Raneiri var ráðinn til starfa hinn 14. nóvember og fá dæmi eru um það í fótboltasögunni á Englandi að menn hafi starfað í svo skamman tíma sem knattspyrnustjóri í efstu deild. 

Scott Parker mun taka við stjórn liðsins tímabundið og verður þá þriðji stjórinn sem fær að spreyta sig hjá Fulham á tímabilinu. Slavisa Jokanovic stýrði Fulham í upphafi keppnistímabilsins. 

Fulham er í 19. og næstneðsta sæti með 17 stig og tapaði gær mikilvægum leik gegn Southampton sem er í 17. sæti. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert