Lukaku reiður við Pogba

Romelu Lukaku fagnaði tveimur mörkum um helgina.
Romelu Lukaku fagnaði tveimur mörkum um helgina. AFP

Romelu Lukaku og Paul Pogba, tvær af skærustu stjörnum Manchester United, munu hafa hnakkrifist eftir sigurinn á Southampton um helgina svo að Ole Gunnar Solskjær knattspyrnustjóri þurfti að grípa inn í.

Þetta fullyrðir enska götublaðið The Sun sem reyndar er ekki alltaf áreiðanlegt. Blaðið kveðst hafa þetta eftir heimildamanni innan United. Lukaku mun hafa verið afar ósáttur vegna þess að hann fékk ekki að taka vítaspyrnu sem United fékk undir lokin, í stöðunni 3:2, en með því að skora hefði hann getað fullkomnað þrennu sína í leiknum. Pogba er vítaskytta United og tók spyrnuna sem var varin.

Nokkuð mikill hiti mun hafa verið í mönnum eftir leikinn. Lukaku mun hafa fullyrt við Pogba að hefði Frakkinn verið kominn með tvö mörk og Lukaku væri vítaskyttan, hefði hann leyft Pogba að taka vítið. Hann benti jafnframt á það hvernig Mohamed Salah og Roberto Firmino hefðu gert hlutina í sambærilegri stöðu í sigri Liverpool á Arsenal fyrr í vetur. Heimildamaður The Sun segir Lukaku sömuleiðis hafa minnt Pogba á það hvernig hann hefði stutt við hann í rifrildi við José Mourinho. „Að lokum þurfti Ole að koma til að róa ástandið,“ sagði heimildamaðurinn.

Uppfært: Lukaku hefur nú birt eftirfarandi færslu á Twitter sem ætla má að sé hans svar við fréttaflutningnum:


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert