Dugar 4. sæti til að komast í Meistaradeildina?

Arsenal mætir Rennes í kvöld í Evrópudeildinni. Sigurlið keppninnar fær …
Arsenal mætir Rennes í kvöld í Evrópudeildinni. Sigurlið keppninnar fær sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð, sama hvernig liðinu gengur í sinni landsdeild. AFP

Sá möguleiki er fyrir hendi að það að lenda í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í vor dugi ekki til þess að fá sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.

Til þess að þetta gerist þyrftu tvö ensk lið að vinna Meistaradeildina og Evrópudeildina í ár en enda bæði fyrir neðan efstu fjögur sætin í ensku úrvalsdeildinni.

Til dæmis gæti svo farið að Tottenham eða Manchester United, sem bæði eru komin í 8-liða úrslit, vinni Meistaradeildina í ár en endi í 5. eða 6. sæti úrvalsdeildarinnar. Arsenal eða Chelsea gæti svo unnið Evrópudeildina en endað í 5. eða 6. sæti úrvalsdeildarinnar. Þá myndi liðið í 4. sæti ekki komast í Meistaradeildina.

Staða efstu liða í úrvalsdeildinni: Man. City 71, Liverpool 70, Tottenham 61, Man. Utd 58, Arsenal 57, Chelsea 56.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert