Bernardo Silva hjá City til 2025

Bernardo Silva hefur átt góða leiktíð með Manchester City sem …
Bernardo Silva hefur átt góða leiktíð með Manchester City sem er í baráttu um alla titla. AFP

Portúgalski landsliðsmaðurinn Bernardo Silva hefur skrifað undir framlengingu á samningi sínum við Englandsmeistara Manchester City og gildir samningur hans við félagið nú til ársins 2025.

Silva kom til City frá Monaco fryrir 43 milljónir punda fyrir tveimur árum. Þessi 24 ára miðjumaður hefur skorað 9 mörk fyrir liðið í vetur, í öllum keppnum.

Áður höfðu Raheem Sterling, Aymeric Laporte og Phil Foden allir gert langtímasamninga við City.

mbl.is