Hagstæðara hjá Liverpool?

Leikmenn Liverpool fagna einu af þremur mörkum sínum gegn Bayern …
Leikmenn Liverpool fagna einu af þremur mörkum sínum gegn Bayern München í gærkvöld. AFP

Liverpool á eftir hagstæðari leikjadagskrá en Manchester City á lokaspretti ensku úrvalsdeildarinnar. Arsenal stendur best að vígi fyrir síðustu átta umferðirnar af þeim fjórum liðum sem slást um tvö sæti í Meistaradeild Evrópu en Manchester United á erfiðustu dagskrána eftir.

Eflaust er hægt að rífast fram og til baka um hvort ofangreindar fullyrðingar séu á rökum reistar, en þetta er þó niðurstaðan eftir einfalda útreikninga á þeim leikjum sem sex efstu liðin í deildinni eiga eftir í síðustu átta umferðunum. Ásamt smá blöndu af huglægu mati.

Ef við reiknum út erfiðleikastuðul út frá sætum mótherja hvers liðs er mjög lítill munur á Manchester City og Liverpool, liðunum sem slást um meistaratitilinn.

*Liverpool mætir átta liðum sem eru að meðaltali í 12,75 sæti eins og staðan er í deildinni í dag en City mætir átta liðum sem eru að meðaltali í 12,625 sæti.

*Liverpool á að auki eftir fjóra heimaleiki en City þrjá, og allir andstæðingar Liverpool á útivelli eru í þrettánda sæti eða neðar í deildinni. City mætir fjórum liðum í fjórtánda sæti eða neðar á útivelli en á auk þess eftir útileik við nágranna sína í Manchester United.

*Bæði City og Liverpool eiga eftir heimaleik við Tottenham en Liverpool á líka eftir heimaleiki við liðin í 6. og 7. sæti, Chelsea og Wolves.

*Liverpool á eftir að mæta fjórum af fimm neðstu liðum deildarinnar en City á eftir að leika við fimm af sjö neðstu.

Sjá alla greinina og leikina sem sex efstu liðin eiga eftir í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »