Mourinho á sér óskadrátt

José Mourinho.
José Mourinho. AFP

José Mourinho, fyrrverandi knattspyrnustjóri Manchester United, vonar að ensku liðin muni dragast saman í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu en dregið verður til þeirra fyrir hádegi í dag.

Manchester United, Liverpool, Tottenham og Manchester City eru eftir í keppninni.

„Ég myndi vilja að ensku liðin mættu hvort öðru en ég á mér ekki neina ósk um hver af þeim mætast. Það myndi vera gaman fyrir dráttinn að sjá Manchester United mæta Manchester City og Liverpool á móti Tottenham. Ég held að það yrðu alveg frábærir leikir,“ sagði Mourinho.

Mourinho segist ekki vilja sjá Lionel Messi og Cristiano Ronaldo falla út í átta liða úrslitunum enda séu þeir Meistaradeildinni svo mikilvægir.

mbl.is