Solskjær á góðar minningar frá Camp Nou

Ole Gunnar Solskjær.
Ole Gunnar Solskjær. AFP

Þegar Manchester United mætir Barcelona í síðari viðureign liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu á Camp Nou mun það vekja upp ljúfar minningar hjá Ole Gunnari Solskjær, stjóra United.

Í maí verða 20 ár liðin frá því Ole Gunnar tryggði Manchester United Evrópumeistaratitilinn þegar hann skoraði sigurmarkið í uppbótartíma í ótrúlegum úrslitaleik Manchester United og Bayern München þegar þau áttust við á Camp Nou.

Manchester United hefur aðeins haft betur í einum Evrópuleik gegn Barcelona af átta. Liðin hafa tvívegis mæst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Barcelona hafði betur 2:0 árið 2009 þegar þau mættust í Róm og tveimur árum síðar mættust þau aftur í úrslitaleik á Wembley þar sem Barcelona hrósaði sigri 3:1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert