United byrjar heima gegn Barcelona

Marcus Rashford í baráttu við Mohamed Salah.
Marcus Rashford í baráttu við Mohamed Salah. AFP

Barcelona og Manchester United mætast í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu en dregið var til þeirra í morgun eins og fram hefur komið á mbl.is.

Barcelona kom á undan upp úr skálinni en þrátt fyrir það mun fyrri leikurinn fara fram á Old Trafford. Ástæðan fyrir því er að Manchester United og Manchester City geta ekki spilað heimaleik á sömu leikdögum en City dróst á móti Tottenham. Fyrir dráttinn útskýrði UEFA að Manchester-liðin myndu ekki spila í borginni í sömu leikviku.

Og ástæðan fyrir því að United byrjar á heimavelli en ekki City er sú að Manchester United endaði neðar í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.

mbl.is