Viljum fá þessa leiki

Ole Gunnar Solskjær.
Ole Gunnar Solskjær. AFP

Ole Gunnar Solskjær er spenntur fyrir einvígi sinna manna gegn Spánarmeisturum Barcelona en Manchester United mætir Katalóníuliðinu í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

„Við viljum fá þessa leiki á móti bestu liðunum. Við mættum Barcelona í úrslitum 2009 og 2011 og í undanúrslitunum 2008 þar sem Scholes skoraði sigurmarkið. Þetta eru leikir sem stuðningsmenn og þetta félag vill spila. Við erum fullir tilhlökkunar,“ segir Ole Gunnar á Twitter-síðu Manchester United.

Fyrri leikurinn fer fram á Old Trafford og það truflar Ole Gunnar ekki.

„Ég er kannski alveg öðruvísi en 99 prósent af þjálfurum. Ef þú getur náð ágætum úrslitum á heimavelli þá vitum við að við getum farið á útivöll og meitt alla eins og við gerðum í París.“

mbl.is