Bottas vann með stæl

Valtteri Bottas fagnar sigri í Melbourne.
Valtteri Bottas fagnar sigri í Melbourne. AFP

Valtteri Bottas á Mercedes var í þessu að aka fyrstur yfir marklínu ástralska kappakstursins í Melbourne. Skaust hann fram úr liðsfélaga sínum Lewis Hamilton í ræsingunni og ók síðan taktfast til öruggs sigurs.

Þetta var fjórði mótssigur Bottas í formúlu-1 og hann hlaut aukastig fyrir að setja hraðasta hring mótsins á næstsíðasta hring. Er þetta fyrsti mótssiogur hans frá í lokamótinu í Abu Dhabi 2017. Drottnaði hann í brautinni og var 25 sekúndum á undan Hamilton þegar 10 hringir voru eftir.

Hamilton gat ekki varpað af sér slyðruorðinu og sigrað í en þetta var sjötti ráspóll hans í röð í Melbourne. Hann varð annar í mark en velgt vel undir vöngum síðasta fjórðunginn af Max Verstappen á Red Bull. Aðeins akstursmistök er nokkrir hringir voru eftir kostuðu  hann möguleika á silfrinu. Verstappen hóf keppni fjórði og var atkvæðalítill framan af en sótti á eftir dekkjastopp og vann sig fram úr Vettel á 31. hring af 58.

Ljóst er að Ferrarimenn leggjast nú í rannsóknir til að komast að því hvers vegna bíll þeirra stóð öðrum að baki. Stóð liðið sig verr en væntingar til þess voru eftir vetrarakstur formúluliðanna í Barcelona í febrúar. Sebastian Vettel varð aðeins fjórði á mark og félagi hans Charles Leclerc fimmti.

Í sætum sex til tíu - í þessari röð - urðu Kevin Magnussen á Haas, Nico Hülkenberg á Renault, Kimi Räikkönen á Alfa Romeo, Lance Stroll á Racing Point og Daniil Kvyat á Toro Rosso.

Valtteri Bottas (l.t.v.) skaust fram úr Lewis Hamilton á fyrstu …
Valtteri Bottas (l.t.v.) skaust fram úr Lewis Hamilton á fyrstu metrunum og leit ekki aftur eftir það. AFP
Valtteri Bottas kominn í forystu í Melbourne.
Valtteri Bottas kominn í forystu í Melbourne. AFP
Valtteri Bottas á heiðurshring rétt fyrir kappaksturinn í Melbourne.
Valtteri Bottas á heiðurshring rétt fyrir kappaksturinn í Melbourne. AFP
Keppendur í formúlu-1 stilltu sér upp og sátu fyrir rétt …
Keppendur í formúlu-1 stilltu sér upp og sátu fyrir rétt fyrir upphaf kappakstursins í Melbourne. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert