Liverpool endurheimti toppsætið

Leikmenn Liverpool fagna sigri gegn Fulham í ensku úrvalsdeildinni í …
Leikmenn Liverpool fagna sigri gegn Fulham í ensku úrvalsdeildinni í dag. AFP

Liverpool er komið á toppinn í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á nýjan leik eftir 2:1-útisigur gegn Fulham á Craven Cottage í London í dag. Leikurinn fór rólega af stað og leikmenn Fulham vörðust aftarlega á vellinum á meðan Fulham var meira með boltann.

Sadio Mané opnaði markareikninginn á 26. mínútu eftir frábært samspil við Roberto Firmino og staðan því 1:0 í hálfleik. Ryan Babel jafnaði metin fyrir Fulham á 74. mínútu eftir mikinn vandræðagang í vörn Liverpool og staðan orðin 1:1.

Á 81. mínútu mistókst Sergio Rico, markmanni Fulham, að halda boltanum eftir skot Mohamed Salah. Sadio Mané var fyrstur að átta sig og náði frákastinu og Rico togaði hann niður og vítaspyrna dæmd. James Milner steig á punktinn og gerði engin mistök og skoraði af miklu öryggi.

Fulham er sem fyrr í nítjánda sæti deildarinnar með 17 stig, 14 stigum frá öruggu sæti, en Liverpool er komið á toppinn á nýjan leik og hefur nú tveggja stiga forskot á Manchester City sem á leik til góða á Liverpool.

Fulham 1:2 Liverpool opna loka
90. mín. Leik lokið Leik lokið með 2:1-sigri Liverpool.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert