„Versta frammistaðan hingað til“

Ole Gunnar Solskjær á varamannabekk United í gær.
Ole Gunnar Solskjær á varamannabekk United í gær. AFP

Ole Gunnar Solskjær, framkvæmdastjóri Manchester United, sagði frammistöðuna gegn Wolves í 8-liða úrslitum FA bikarkeppninnar í gærkvöldi hafa verið þá verstu hjá liðinu síðan hann tók við. Hann sagðist þó ekki hafa áhyggjur af framhaldinu. 

Wolves hafði betur 2:1 og var um nítjánda leik Solskjærs að ræða sem stjóra United. 

United mun mæta Barcelona í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu og mun að sögn Solskjærs berjast um þriðja sætið í ensku úrvalsdeildinni. 

Við verðum klárir í slaginn eftir landsleikjahlé. Manchester United er alltaf til í slaginn í apríl og maí. Við getum ekki beðið eftir þeim áskorunum sem bíða eins og stórleikjum gegn Barcelona. Þeir eru margir hápunktarnir sem við getum horft til,“ sagði Solskjær við fjölmiðlafólk að loknum leiknum við Wolves. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert