Fyrirliðinn búinn að framlengja

Brendan Rodgers og Wes Morgan.
Brendan Rodgers og Wes Morgan. AFP

Wes Morgan, fyrirliði enska úrvalsdeildarliðsins Leicester, hefur framlengt samning sinn við félagið til loka tímabilsins 2020.

Morgan, sem er 35 ára gamall, var með samning sem átti að renna út eftir yfirstandandi tímabil. Hann hefur hins vegar ákveðið að taka í það minnsta eitt tímabil til viðbótar.

Morgan var fyrirliði Leicester þegar liðið varð Englandsmeistari árið 2016, en hann hefur spilað 23 leiki á tímabilinu og skoraði meðal annars sigurmark í blálokin gegn Burnley um helgina.

Brendan Rodgers, sem tók við stjórastöðu Leicester fyrir skemmstu, var búinn að segja það forgangsmál að halda Morgan hjá félaginu. Honum varð því að ósk sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert