Gylfi og Pogba í merkilegum hópi

Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki sínu gegn Chelsea um helgina …
Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki sínu gegn Chelsea um helgina þegar hann fylgdi eftir að hafa klúðrað vítaspyrnu. AFP

Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu og leikmaður Everton í ensku úrvalsdeildinni, er ásamt Paul Pogba, leikmanni Manchester United, með ansi merkilega tölfræði á tímabilinu.

Gylfi klúðraði vítaspyrnu í 2:0-sigri Everton gegn Chelsea um helgina, þótt hann hafi reyndar náð frákastinu og skorað. Þetta var hins vegar þriðja vítaspyrnan sem Gylfi klúðrar á tímabilinu, en Pogba hefur einnig þrívegis brennt af á vítapunktinum í vetur.

Fara þarf aftur til tímabilsins 2003-2004 til þess að finna síðast hvenær fleiri en einn leikmaður klúðraði þremur vítaspyrnum á sama tímabilinu. Þann veturinn voru það þeir Alan Shearer, leikmaður Newcastle, og Ruud van Nistelrooy, leikmaður Manchester United, sem brenndu af þremur vítaspyrnum hvor.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert