BBC fjallar um Aron Einar og Katar

Aron Einar Gunnarsson í leik með Cardiff.
Aron Einar Gunnarsson í leik með Cardiff. AFP

Eins og kom fram á mbl.is í gær virðist allt stefna í að Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í knattspyrnu, yfirgefi herbúðir Cardiff í sumar og gangi til liðs við Al Arabi í Katar.

BBC greinir frá vistaskiptunum í dag og segir að Aron muni yfirgefa Cardiff þegar samningur hans rennur út í sumar. Líklegast sé að hann muni fara til Al Arabi, þar sem hann hittir fyrir Heimi Hallgrímsson sem tók við þjálfun liðsins í desember.

Aron er reynslumesti leikmaður Cardiff og á að baki 278 leiki fyrir liðið, þar af 20 af 30 leikjum þess í úrvalsdeildinni á tímabilinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert