Kane hrifinn af nýliðanum

Callum Hudson-Odoi á landsliðsæfingu Englands í dag.
Callum Hudson-Odoi á landsliðsæfingu Englands í dag. AFP

Harry Kane, landsliðsfyrirliði Englands og leikmaður Tottenham, er ánægður með Callum Hudson-Odoi, leikmann Chelsea, sem kallaður var til móts við landsliðið í gær.

Hinn 18 ára gamli Hudson-Odoi er að taka þátt í sínu fyrsta landsliðsverkefni með Englandi, en hann hefur ekki byrjað leik í ensku úrvalsdeildinni með Chelsea. Hann hefur þó komið sterkur inn af bekknum á tímabilinu og hefur heillað Kane á æfingum Englands.

„Hann hefur staðið sig mjög vel og við erum mjög spenntir að fá hann inn í liðið. Það eru allir að berjast fyrir sínu sæti og hann sér þetta sem gott tækifæri fyrir sig,“ sagði Kane, en hann spilaði á móti Hudson-Odoi í bikarleik Tottenham og Chelsea í janúar.

„Það var í fyrsta sinn sem ég sá til hans og hann var mjög sterkur. Hann er virkilega spennandi leikmaður og ég er viss um að hann geti spilað í hæsta gæðaflokki, hann hefur hæfileikana til þess,“ sagði Kane.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert