Stjóri Gylfa slapp við bann

Marco Silva.
Marco Silva. AFP

Marco Silva, knattspyrnustjóri Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá Everton, hefur verið sektaður af enska knattspyrnusambandinu fyrir framkomu sína í garð dómara.

Silva gekk hart að dómurum eftir 3:2-tap Everton fyrir Newcastle á dögunum. Everton komst í 2:0 í leiknum en Newcastle skoraði tvö mörk á síðustu tíu mínútunum og tók stigin þrjú.

Silva var mjög ósáttur og hélt því fram að alls fimm leikmenn hefðu verið í rangstöðu í sigurmarki Newcastle.

Silva hefði getað verið dæmdur í keppnisbann, en hann fékk þess í stað 12 þúsund punda sekt frá knattspyrnusambandinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert