Stuðningsmenn Everton til rannsóknar

Gylfi Þór Sigurðsson með boltann í leiknum gegn Chelsea um …
Gylfi Þór Sigurðsson með boltann í leiknum gegn Chelsea um helgina. AFP

Enska knattspyrnusambandið hefur hafið rannsókn á atviki sem átti sér stað á Goodison Park, heimavelli Everton, í leik liðsins gegn Chelsea um helgina.

Ross Barkley, núverandi leikmaður Chelsea og fyrrverandi leikmaður Everton, var þá að taka hornspyrnu þegar aðskotahlut virtist vera kastað að honum úr stúkunni. Barkley var ekki hæfður, en stuðningsmenn Everton bauluðu á hann allan leikinn.

Þetta var fyrsta heimsókn Barkley á gamla heimavöllinn síðan Chelsea keypti hann á 15 milljónir punda á síðasta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert