Alexander-Arnold missir af landsleikjum

Trent Alexander-Arnold verður ekki með enska landsliðinu.
Trent Alexander-Arnold verður ekki með enska landsliðinu. AFP

Trent Alexander-Arnold er fimmti leikmaðurinn sem dregur sig úr enska landsliðshópnum í fótbolta fyrir leikina við Tékkland og Svartfjallaland í undankeppni EM í vikunni. Alexander-Arnold er farinn aftur til Liverpool þar sem gert verður að meiðslum hans. 

Hægri bakvörðurinn hefur verið að glíma við bakmeiðsli síðan Liverpool vann Burnley fyrir tíu dögum í ensku úrvalsdeildinni. Hann mætti til æfinga með enska landsliðinu þar sem meiðslin gerðu vart við sig á ný. 

Alexander-Arnold er búinn að spila 32 leiki á tímabilinu og hefur álagið verið töluvert. Fabian Delph, Ruben Loftus-Cheek, John Stones og Luke Shaw höfðu áður dregið sig úr landsliðshópnum. 

Enginn hefur verið kallaður upp í landsliðið í stað Alexander-Arnold, en Kyle Walker og Kieran Tripper geta spilað sem hægri bakverðir.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert